Haraldur: Sköpuðum ekki mikið í leiknum
Haraldur Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, sagði eftir leikinn að Keflvíkingar hafi ekki verið nógu góðir og þeir hafi ekki skapað mikið í leiknum. Það hafi gerst fyrst eftir að KR var komið 2:0 yfir í leiknum. Heimamenn hafi verið langt frá því að hafa verið eins og í síðasta leik gegn FH.
Viðtal við Harald er í meðfylgjandi myndskeiði.