Hálfgert menningarsjokk að lenda í klónum á Grindvíkingum
Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga hafði margt að segja í lok leiks Njarðvíkinga og Grindvíkinga í gær þrátt fyrir að hans menn hafi beðið ósigur. Hann kvaðst nokkuð sáttur en Grindvíkingar eru að hans mati með besta lið landsins um þessar mundir. Hann tjáði sig um son sinn, Elvar sem hefur leikið gríðarlega vel á þessu tímabili og einnig kom hann inn á erlendu leikmenn Njarðvíkinga í vetur.