Halda minningu Unu í Sjólyst á lofti
– og efna m.a. til ljóðasamkeppninnar Dagstjörnunnar 2015
Um 100 einstaklingar skipa Hollvinasamtök Unu Guðmundsdóttur frá Sjólyst í Garði. Hollvinirnir halda minningu Unu á lofti og vinna jafnframt að því að því að gera heimili Unu að safni um þessa merkilegu konu sem fæddist í Garði fyrir rúmum 120 árum og lést 1978.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í húsið hennar Unu og ræddi við þau Ernu Sveinbjarnardóttur og Hrafn Harðarson. Erna segir okkur frá Unu og Hollvinasamtökunum en Hrafn fræðir okkur um ljósasamkeppnina Dagstjörnuna 2015.
Hér að neðan eru tveir myndspilarar. Í þeim efri er innslag Sjónvarps Víkurfrétta frá því á fimmtudag. Í neðri spilaranum er svo ítarefni, þ.e. viðtölin við Ernu og Hrafn í fullri lengd.