Hakkit opnar í nýrri og stærri smiðju í Eldey
– býður aðstöðu og aðgang að stafrænum tækjum til að hanna og skapa hluti
Hakkit, stafræna smiðjan í Eldey frumkvöðlasetri, hefur flutt starfsemi sína í stærra húsnæði innan Eldeyjar að Grænásbraut 506.
Hakkit býður öllum sem vilja aðstöðu og aðgang að stafrænum tækjum til að hanna og skapa hluti. Má þar nefna þrívíddarprentara, þrívíddarskanna, laserskera, vínilskera, cnc fræsara og fleira.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar leggur Hakkit til húsnæði í frumkvöðlasetrinu en verkefnið er stutt af Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja og Sóknaráætlun Suðurnesja.
Samstarfsaðilar eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Keilir en nemendur í tæknifræðinámi hafa unnið að verkefninu í sjálfboðavinnu.
Hakkit er opið þrisvar í viku, miðvikudaga 10 – 14, fimmtudaga 16 – 20 og annan hvern laugardag og þar leiðbeinir starfsmaður gestum.
Frekari upplýsingar má finna á síðu Hakkit á Facebook.
Innslag Sjónvarps Víkurfrétta um Hakkit má sjá hér að neðan: