Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 21. maí 2020 kl. 20:25

Gyðjur og golf í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Marta Eiríksdóttir er hætt í blaðamennsku og stefnir nú hópi kvenna á Garðskaga þar sem hún ætlar að bjóða gyðjum í gleði í byrjun júní. Við ræðum við Mörtu þætti vikunnar. Í sama iinnslagi ræðum við einnig við Gísla Heiðarsson hjá hótelinu Lighthouse Inn á Garðskaga, þar sem gyðjur munu gista.

Í seinni hluta þáttarins förum við á Hólmsvöll í Leiru. Þar er Ólöf Kristín Sveinsdóttir formaður Golfklúbbs Suðurnesja. Við ræðum við hana og einnig Sigurpál Geir Sveinsson íþróttastjóra GS og golfsumarið sem er framundan.

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.