Gunnar Þórarinsson: Fór fram á mínum verðleikum
Þetta var erfið barátta um það verkefni að komast á þennan stað, að taka þátt í að stjórna bæjarfélaginu. Það er mikið verk framundan. Við eigum eftir að stilla hópinn saman, sagði Gunnar Þórarinsson, sem varð í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ um liðna helgi.
Aðspurður hvaða skilaboð hann væri að senda inn í flokkinn með því að velta Böðvari Jónssyni úr öðru sætinu, sagðis Gunnar eingöngu hafa farið fram á sínum eigin verðleikum og vildi koma á framfæri þeim krafti og hæfileikum sem hann teldi sig búa yfir og teldi það gagnast vel bæjarstjórn og bæjarbúum.
Um kosningamálin í vor sagði Gunnar að lögð verði höfuðáhersla á atvinnumálin. Að uuka og efla atvinnu og mannlíf er efst á dagskrá.
Sjá viðtal við Gunnar í meðfylgjandi myndskeiði.