Laugardagur 20. mars 2010 kl. 09:00

Gunnar Einarsson eftir 751. leikinn: Ekki hættur

Gunnar Einarsson sló leikjamet Guðjóns Skúlasonar hjá körfuboltaliði Keflavíkur í efstu deild sl. fimmtudag þegar hann lék sinn 751. leik með félaginu. Gunnar hefur verið meðal lykilmanna liðsins undanfarin ár þó svo hann sé aldursforsetinn í hópnum.
Þegar hann er beðinn að rifja upp það helsta á ferlinum nefnir hann leikina í Evrópukeppninni, að leika gegn atvinnumönum hafi verið mjög skemmtilegt en einnig að keppa gegn Njarðvíkingum.

Gunnar leggur tölulegar staðreyndir ekki á minnið en leggur meira á að vera í góðu líkamlegu formi eins og hægt era ð sjá. Hann fékk afhenta glæsilega mynd gerða af Sefáni Jónssyni í leikhlé í síðustu umferð Iceland Express deildarinnar. Sonur hans, Einar, var með honum og var stoltur af pabba sínum.