Gullaldarlaufabrauð í bland við tónlist og ferðaþjónustu
- í nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns Sjónvarps Víkurfrétta
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:00
Eins og svo oft áður hittum við fyrir skemmtilegt fólk en það eru svo margir Suðurnesjamenn að gera flotta hluti. Söng- og tónelsk systkin úr Sandgerði fagna tímamótum og við hittum þau Fríðu Dís og Smára Guðmundsbörn í samkomuhúsinu þar í bæ.
Eiginkonur gullaldar knattspyrnumanna úr Keflavík hafa hist í tæpa hálfa öld og við heimsóttum þær í laufabrauðsgerð. Frá laufabrauðskonum förum við yfir í ferðaþjónustuna en hann Atli S. Kristjánsson, markaðs-samskiptastjóri Bláa lónsins var kjörin Mentor ársins nýlega. Við áttum skemmtilegt spjall við hann um ferðaþjónustu á fleygiferð.
Atli Sigurður Kristjánsson er í framlínunni hjá Bláa Lóninu en hann var kjörinn Mentor ársins úr stórum hópi sérfræðinga sem leiðbeina ferðaþjónustufyrirtækjum þegar þau taka fyrstu skrefin. Við spyrjum Atla út í Startup Turism og fleiri mál í ferðaþjónustu á fleygiferð.