Guðný María og Kjartan Már í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Guðný María Jóhannsdóttir, forstöðumaður hjá Isavia og einn af efnilegustu stjórnendum landsins samkvæmt nýlegri úttekt, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafa staðið í framlínunni á undanförnum árum. Guðný hjá Isavia sem er nokkurs konar móðurfyrirtæki í ferðaþjónustunni og Kjartan hjá Reykjanesbæ, sveitarfélagi sem hefur verið í sviðsljósinu vegna mikillar uppbyggingar en einnig vegna erfiðrar stöðu í fjármálum.
Víkurfréttir og Suðurnesjamagasín fengu þau í spjall um nýliðið ár og um horfurnar á nýbyrjuðuðu ári. Viðtalið er í þætti vikunnar en Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 20:00. Þáttinn má einnig nálgast í spilaranum hér að ofan.