Þriðjudagur 16. ágúst 2011 kl. 01:18

Guðmundur Steinarsson: Ömurleg úrslit og okkur ekki bjóðandi

Þetta eru ömurleg úrslit og Keflvíkingum ekki bjóðandi, segir Guðmundur Steinarsson eftir leikinn við Keflavík í kvöld. Hann segist vilja gleyma leiknum sem fyrst og það þrátt fyrir að hann hafi bæði sett leikjamet og markamet fyrir Keflavík. Hann segir leikmenn Keflavíkur þurfa að fara í naflaskoðun, ef þetta sé það sem liðið ætli að bjóða áhorfendum sínum uppá það sem eftir lifir sumars.