Guðmundur leitar að hergræjum
Fjöllistamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur síðustu daga farið um víðan völl með GoPro myndavélina sína og framleiðir stuttmyndir eins og enginn sé morgundagurinn. Í meðfylgjandi myndbandi fer Guðmundur um myrkvaðar byggingar í leit að hlutum sem gætu átt heima á herminjasafni í Hvalfirði.
Lesendur vf.is munu á næstu dögum fá að fylgjast með mannlífsrannsóknum Guðmundar í stuttmyndum sem hann hefur klippt saman og verða birtar hér á vefnum.