Guðbrandur: Fólk tilbúið í breytingar
Guðbrandur Einarsson oddviti hjá Beinni Leið var hress í Heiðarskóla rétt undir hádegi í dag.
„Við erum glöð í dag. Ég upplifi það að fólk sé tilbúið til að skoða nýja hluti og breytingar með nýju fólki.“ Aðspurður um hugsanlegan nýjan meirihluta sagði Guðbrandur að Bein Leið væri tilbúin í hvað sem er. „Við erum tilbúin í daginn. Búin að fylla kosningaskrifstofuna af kökum og hljóðfærum, þannig að við ætlum að hafa gaman í allan dag og langt fram á nótt“ sagði Guðbrandur í samtali við VF. Viðtal við oddvita má sjá hér að ofan.