Mánudagur 1. mars 2010 kl. 15:44

Guðbrandur: Er að meta sína stöðu í pólitíkinni

Guðbrandur Einarsson segist vera að meta sína stöðu í pólitíkinni eftir úrslit helgarinnar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Guðbrandur hefur verið oddviti minnihlutans í bæjarstjórn og sóttist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í prófkjörinu um helgina. Guðbrandi tókst ekki að tryggja sér 1. sætið sem hann tapaði til Friðjóns Einarssonar, sem kemur nýr inn í bæjarpólitíkina í Reykjanesbæ.


Guðbrandur fer ekkert leynt með það að hann sé svekktur með úrslitin og segir að ljóst að smalað hafi verið fólki úr öðrum flokkum til að kjósa í prófkjörinu. Hann segir að öllum hafi verið frjálst að taka þátt í prófkjörinu, en frelsið sé vandmeðfarið.


Ítarlegt viðtal við Guðbrand í meðfylgjandi myndskeiði.