Laugardagur 22. maí 2010 kl. 21:58

Guðbrandur: Bæjarbragur með besta móti

Brottför hersins á kjörtímabilinu og stærsta efnahagshrun sem þjóðin hefur gengið í gegnum eru atriði sem koma upp þegar Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er beðinn um að rifja upp eftirminnileg atriði frá þeim árum sem hann sat í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Aðspurður um stöðu bæjarfélagsins í dag, segir hann að bæjarbragurinn sé með besta móti en fjárhagsleg staða sveitarfélagsins sé tvísýn. Hann segir Reykjanesbæ að vaxa sem sveitarfélag og hann telur að vanda þurfi vel til verka í bænum. Hann segir tilfinningarnar vera tregablandnar þegar hann er spurður um hvernig honum sé innanbrjósts á þessum tímamótum þar sem hann er að hætta sem bæjarfulltrúi.
- Ítarlegt viðtal er við Guðbrand í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.