Fimmtudagur 17. nóvember 2022 kl. 19:30

Grindvískar gellur njóta vinsælda á Spáni og Portúgal — sjáið þær í Suðurnesjamagasíni!

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en í dag eru einmitt sex ár frá því þátturinn fór fyrst í loftið á þeirri sjónvarpsstöð. Suðurnesjamagasín hafði áður verið á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.

Grindvískar gellur eru fyrirferðarmiklar í Suðurnesjamagasíni í þessari viku en gellurnar eru vinsælar bæði á Spáni og í Portúgal, þangað sem þær fljúga í beinu flugi í hverri viku. 

Sjónvarpsmenn Víkurfrétta fóru á handboltaæfingu í Garðinum en Víðir hefur skráð lið til keppni á Íslandsmótinu í handknattleik. Í þættinum tökum við hús á Lionskonum í Keflavík sem eru að hefja sölu á sælgætiskrönsum á jólalegum nótum.

Þá sjáum við börn í blaki. Þáttinn endum við svo á smá djassi.