Grindvíkingar ósáttir við rafmagnsleysi
Grindavík hefur verið án rafmagns frá því á örðum tímanum í dag. Rúmlega sjö í kvöld tókst að koma rafmagni á helming bæjarins og unnið er að því að koma rafmagni á allan bæinn.
Bæjaryfirvöld í Grindavík eru ekki sátt við ástandið eins og fram kom í viðtali við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.