Sunnudagur 19. nóvember 2023 kl. 09:00

Grindvíkingar hugsa heim

Grindvíkingar þrá að sjá gamla bæinn sinn. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður RÚV, flaug yfir Grindavík í gær með flygildi og fangaði þar sérstaka stemmningu í nær mannlausum bæ. Hilmar Bragi Bárðarson klippti saman myndskeiðið og undir hljómar ljúfur söngur Karlakórs Keflavíkur frá tónleikum sem haldnir voru árið 2007 í Stapa.

Lagið heitir Gamli bærinn minn og er eftir Gunnar Þórðarson. Þó svo það sé samið til Keflavíkur á það vel við í dag þegar Grindvíkingar hugsa heim.

Það verður því miður bið á því að fólk fái að snúa aftur heim í gamla bæinn sinn. Eins og fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í gær, þá eru sex vikur til jóla og ljóst að jólin verða ekki haldin í Grindavík í ár.

Grindavík laugardaginn 18. nóvember 2023. Ljósmynd/Golli/Heimildin