Föstudagur 17. nóvember 2023 kl. 21:30

Grindavík viku eftir hamfarir

Suðurnesjamagasín tók hús á Fannari bæjarstjóra Grindavíkurbæjar og hans fólki í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 17. nóvember, viku eftir fordæmalausar náttúruhamfarir sem gengu yfir Grindavík föstudaginn 10. nóvember og alþjóð er kunnugt um.

Viðtölin í þessum þætti eru myndskreytt með myndefni sem tekið var í Grindavík 17. nóvember, viku eftir hamfarirnar. Þátturinn byrjar á hljóðupptökum af jarðskjálftahamnum og þar má heyra hversu ört stóru skjálftarnir riðu yfir.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson tók viðtölin en myndirnar úr Grindavík eru frá Almannavörnum Ríkislögreglustjóra og eru teknar af myndatökumanni RÚV.

Ljósmynd: Kristinn Magnússon/Morgunblaðið