Grín án landamæra fær fólk til að brosa
– skemmtilegt myndband frá Hæfingastöðinni
	Skjólstæðingar Hæfingastöðvarinnar í Reykjanesbæ gerðu mikla lukku með myndbandi sem þeir gerðu í tengslum við verkefnið List án landamæra nú á dögunum. 
	„Grín án landamæra“ var framlag þeirra þar sem þau gera grín af sjálfum sér og samborgurum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá framlag þeirra sem er mjög skemmtilegt og mun örugglega fá marga til að brosa inn í daginn.

