Grænir fingur Hannesar og Sigurjón bakari
- í nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns
Í nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns, sem er á dagskrá Hringbrautar og vf.is nú í kvöld, tökum við hús á hjónunum Hannesi Friðrikssyni og Þórunni Benediktsdóttur. Þau eru með einn glæsilegasta garð Suðurnesja við heimili sitt á Freyjuvöllum í Keflavík. Við skoðum garðinn og heyrum sögur úr honum. Þá vorum við einnig snemma á fótum með Sigurjóni Héðinssyni bakara sem hefur rekið Sigurjónsbakarí í Hólmgarði í þrjá áratugi.
Í Árnafréttum förum við á leikskólann Gimli og með ungmennum úr vinnuskólanum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.