Göngum óbundin til kosninga
„Íbúalýðræði, lýðræði í bæjarstjórn. Við viljum auka samvinnuna innan bæjarstjórnar. Síðan er það auðvitað stóra málið – atvinnumálin. Við verðum að keyra þessi stóru verkefni í gegn sem eru á Ásbrú og Helguvík…ég er tilbúinn að klára Keflavíkurgönguna frá Kúagerði inn í Reykjavík til að hamra á ríkisstjórninni,“ segir Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ þegar hann er spurður um þau mál sem framsóknarmenn setja á oddinn í komandi kosningum. Viðtalið við Kristinn er í heild sinni hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.