Golfsprengja í Leirunni
Fyrsti kvenformaðurinn í sögu klúbbsins er afar ánægð með mikla aðsókn. Sigurpáll Geir golfkennari sveittur í golfkennslu.
Yfir eitthundrað manns eru nú á golfnámskeiðum hjá Golfklúbbi Suðurnesjum og aðsókn að Hólmsvelli hefur ekki verið meiri í langan tíma að sögn Ólafar Kristínar Sveinsdóttur, formanns GS. Ólöf er fyrsti kvenformaður klúbbsins og segir að félagar hafi tekið henni vel enda sé andinn mjög góður í Leirunni.
Sigurpáll Geir Sveinsson þrefaldur Íslandsmeistari og íþróttastjóri GS segir allt útlit fyrir stærsta golfár í sögu GS þetta sumarið.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þau í Leirunni nýlega og við settum drónann á loft og mynduðu grænan og flottan Hólmsvöll um miðjan maí.