Góður taktur í gosinu - myndskeið
Eldgosið í Fagradalsfjalli heldur áfram með sínum reglulega takti þar sem gosstrókar rísa hátt til himins með nokkurra mínútna millibili.
Við hjá Víkurfréttum beindum myndavél að fjallinu til að mynda taktinn í gosinu og skýjafarið. Myndavélin tók myndir með reglulegum hætti í fjórtán klukkustundir frá því í gærkvöldi og til níu í morgun. Þessum myndum er svo raðað saman í myndskeið sem spilast á 51 sekúndu og má sjá í spilaranum hér að ofan.