Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 20:30

Góðir molar úr gullkistu Víkurfrétta í Suðurnesjamagasíni

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar höldum við áfram að kafa ofan í gullkistu okkar hjá Víkurfréttum eftir efni úr gömlum þáttum.

Í þættinum förum við allt aftur til ársins 2013 og kíkjum á bílabræður, sjáum vinsælasta hamborgarann í Keflavík og förum einnig á björgunaræfingu með kanadískri björgunarsveit. Þá sjáum við horfna tíma og sýnum innslag um vinsæla sjoppu í Keflavík sem nú er horfin. Við byrjum hins vegar þáttinn á innslagi úr Garðinum frá því í mars 2017.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.