Góðgerðarfest, sjötugur karlakór og Njarðvíkingurinn hjá SA í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín er komið á vefinn. Í þætti vikunnar er umfjöllun um Góðgerðar Fest Blue Car Rental sem fram fór á dögunum en í tengslum við hátíðina var safnað tuttugu milljónum króna til góðgerðarmála á Suðurnesjum. Við sýnum myndir frá hátíðinni og ræðum við Særúnu frá minningarsjóði Ölla en sjóðurinn hefur hlotið árlegan styrk eftir októberhátíðina þrjú síðustu ár.
Í þætti vikunnar kíkjum við einnig á æfingu hjá Karlakór Keflavíkur. Þar er verð að undirbúa 70 ára afmælishátíð kórsins sem verður í Hljómahöll þann 11. nóvember.
Njarðvíkingurinn Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún var á fundi í Reykjanesbæ í vikunni ásamt samtökunum sem hún stýrir. Suðurnesjamagasín ræddi við Sigríði.
Við endum svo þáttinn með Fríðu Dís og LadieLex sem hituðu upp fyrir kvennaverkfall í vikunni í verslunarmiðstöðinni Krossmóa.