Góðgerðarfest og hreyfifærni barna í Suðurnesjamagasíni
- ásamt nýjum leikskóla í Suðurnesjabæ og tónlist
Suðurnesjamagasín er á dagskrá vf.is og Hringbrautar öll fimmtudagskvöld kl. 19:30. Í þætti vikunnar er fjallað um YAP-verkefni sem unnið er að á heilsuleikskólanum Skógarási í Reykjanesbæ, þar sem m.a. er unnið með hreyfifærni barna. Í þættinum er einnig sagt frá góðagerðarskemmtun sem safnaði tíu milljónum til góðra málefna á Suðurnesjum. Nýr leikskóli í Suðurnesjabæ er einnig í þættinum og tónlistaratriði úr Fyrsta kossinum hjá Leikfélagi Keflavíkur.
Horfa má á þáttinn í spilaranum hér að ofan.