Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 19:30

Glódís, kútmagar og Grease í Suðurnesjamagasíni

Það er svo sannarlega áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við kíkjum í hesthúsið með Glódísi Líf Gunnarsdóttur hestakonu.

Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur var haldið um síðustu helgi. Víkurfréttir voru á staðnum þar sem nýr liðsmaður okkar, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, ræðir við veislugesti.

Þá förum við á æfingu fyrir söngleikinn Grease í Frumleikhúsinu í Keflavík. Söngleikurinn er samstarfsverkefni Vox Arena, leikfélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Leikfélags Keflavíkur.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.