Gleði á meistarasvölunum
Það var mikil gleði á meistarasvölunum í Keflavík í kvöld þegar Keflavíkurstúlkur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna 2011.
Keflavíkurstúlkur eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik eftir að hafa unnið Njarðvík 3-0 í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík sigraði leikinn í kvöld með 10 stigum, 61-51 í Toyota höllinni.