Glæsilegt hótel og Fiskbarinn við smábátahöfnina í Keflavík
Á síðustu árum með uppgangi ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum hafa hótel og gististaðir risið - þó staðan kunni að hafa breyst á veiruári. Hótel Berg opnaði fyrir nokkrum árum en ekki alls fyrir löngu var hótelið stækkað með tilheyrandi breytingum á húsnæðinu og nú nýlega opnaði þar nýr veitingastaður, Fiskbarinn - en hann sérhæfir sig í fiski og grænmeti. Hótel Berg er staðsett á skemmtilegum stað við smábátahöfnina í Keflavík og við hittum hótelstýruna Önnu Grétu Hafsteinsdóttur og Hákon Örn Örvarsson, matreiðslumeistara að máli.