Föstudagur 30. nóvember 2012 kl. 09:52

Glæsilegar myndir frá Eþíópíu í jólablaði Víkurfrétta

Bræðurnir Óli Haukur Mýrdal og Garðar Ólafsson fóru til Eþíópíu í október sl. Þar fylgdust þeir með lífi ættbálka í OMO-dalnum og mynduðu daglegt líf fólksins. Í jólablaði Víkurfrétta verður viðtal við Óla Hauk um þessa ævintýraför til Afríku.

Í meðfylgjandi myndbandi sem Garðar Ólafsson tók má sjá hvernig var að tjaldabaki í leiðangri þeirra um OMO-dalinn.

Myndir úr ferðinni verða settar upp á ljósmyndasýningu á Nauthóli þann 6. desember nk. Viku síðar verður svo fjallað um ferðalagið og sýndar myndir úr því í jólablaði Víkurfrétta.

Meðfylgjandi myndband er myndað með SONY RX-100, IPHONE 5 og CANON 5D MKIII.
 

Living On The Edge / Tribes of OMO Valley 2012 from O Z Z O Photography on Vimeo.