Glæsileg Sjóara-dagskrá í dag
Dagskráin á Sjóaranum síkáta í Grindavík í dag er glæsileg. Rétt er að vekja athygli á keppninni Sterkasti maður á Íslandi sem hófst kl. 11 og er tvískipt. Þá eru þrjár greinar og kl. 14 eru svo aftur þrjár greinar en keppt er við hátíðarsviðið við Saltfisksetrið. Þá eru gönguferðir, sundmót, fótboltamót og golfmót í bítið en eftir hádegi tekur svo fjörið við á hátíðarsvæðinu.