Gervigreind rokkar upp Ljósanótt
Gervigreindartækni var notuð til að setja saman rokklag við texta Ásmundar Valgeirssonar sem samdi Ljósanæturlagið „Velkomin á Ljósanótt“ á sínum tíma.
Það var ágætur lesandi Víkurfrétta sem mataði gervigreindarforritið af þeim upplýsingum sem þurfti til að fá út þá niðurstöðu sem er að finna í myndskeiðinu. Myndbandið sem fylgir er hins vegar með gömlu myndefni úr smiðju Víkurfrétta frá liðnum Ljósanæturhátíðum.
Það er óhætt að segja að gervigreindin skili ágætu verki, þó svo upprunalega útgáfa Ásmundar sé miklu betri. Lagið sem gervigreindin gerði er rokklag og gjörólíkt lagi Ásmundar Valgeirssonar en textinn er hinn sami að mestu. Þó tekur gervigreindin sér lað leyfi að raða línum textans upp á nýtt í síðari hluta lagsins.
Hvað segja áhorfendur, er gervigreindin að taka yfir tónlistarheiminn?