Mánudagur 25. júní 2018 kl. 09:29

Gengur um garðinn á gaddaskóm

- Glæsilegur garður við Freyjuvelli hjá Hannesi og Þórunni

Hannes Friðriksson og Þórunn Benediktsdóttir hafa ræktað glæsilegan garð við heimili sitt á Freyjuvöllum í Keflavík. Hannes hefur lagt mikla vinnu í grasið í garðinum og gengur reglulega um garðinn á gaddaskóm til að gata svörðinn og hleypa meira súrefni til rótanna.
 
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta kíkti í garðinn til þeirra hjóna í síðustu viku en innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.