Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 09:20

Geitungur kíkti í verslun Byko

Það var frekar óvanalegur kúnni sem kíkti í Byko í gærmorgun. Lítill geitungur kom inn um framdyrnar þegar Arnar Óskarsson, aðstoðar-verslunarstjóri opnaði verslunina. Hófst þá eltingaleikurinn og hafði starfsmaðurinn betur, náði honum í glas og gaf honum sykurmola að borða. Geitungurinn var það stór að Arnar taldi þetta vera drottningu en það er frekar óvenjulegt að svona dýr láti sjá sig á þessum árstíma.

[email protected]