Geðrækt, málþroski, framtíðarstörf og íbúðir fatlaðra í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta, vikulegur mannlífs-, menningar- og fréttaþætti Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30.
Í þættinum heimsækjum við Björgina sem er geðræktarmiðstöð Suðurnesja. Þar var staðið fyrir Geðveiku kaffihúsi á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var á dögunum. Rætt er við nokkra skjólstæðinga Bjargarinnar.
Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og hefur vaxið með hverju árinu. Hátt í hundrað ólíkar starfsgreinar voru kynntar fyrir grunnskólanemendum. Við vorum þar.
Kennarar leikskólans Tjarnarsels í Keflavík hafa búið til námsefni sem notað er víða um land til að þjálfa upp orðaforða. Við ræðum við Theodóru Mýrdal um málþroska barna.
Þá skoðum við nýjar íbúðir fyrir fatlaða í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.