Garðmenn fá á baukinn í Þorraskaupi
- Stálu bifreið frá alþingismanni og hæna gengur laus á heimili
Það er orðin hefð fyrir því að flutt sé sérstakt Þorraskaup á þorrablóti Suðurnesjamanna sem haldið er í Garðinum. Þorrablótið fór fram um nýliðna helgi og þá var jafnframt frumsýnt Þorraskaupið 2014.
Þar fá Garðmenn svo sannarlega á baukinn frá þeim félögum í Víðisfilm. Faldar myndavélar og hrekkir ýmiskonar ráða för í skaupinu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.