Garðar: Sakaður um að brigsla (VIDEO)
Breytt ásýnd Reykjanesbæjar er eitt af þeim atriðum sem standa uppúr þegar Garðar Ketill Vilhjálmsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, horfir yfir þann tíma sem hann hefur setið í bæjarstjórn. Garðar er að hætta í bæjarstjórninni og hefur setið sinn síðasta bæjarstjórnarfund.
Af öðrum málum þá nefnir Garðar einnig framkvæmdir í Helguvík þar sem Reykjanesbær sé að búa til jarðveg fyrir atvinnu. Þau tíðindi að Varnarliðið færi af landinu eru einnig ofarlega í huga Garðars. Þegar hann var hins vegar spurður um broslegt atvik í bæjarstjórninni, þá segir hann að Guðbrandur Einarsson hafi sakað sig um brigsl. „Ég þurfti að fletta því upp hvað væri að brigsla manni,“ segir Garðar.
- Ítarlegt viðtal er við Garðar í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.