Gamla konan var í skýjunum með ókeypis garðsláttinn
Tómas Tómasson, Keflvíkingurinn ungi sem hefur síðustu sumur boðið bæjarbúum upp á garðslátt hefur verið iðinn með sláttugræjurnar í sumar eins og við sögðum frá í VF fyrr í sumar. Í þessari sláttuvinnu hefur hann haft að markmiði að gera eitt góðverk í mánuði. Nýlega mætti okkar maður og bankaði upp hjá eldri konu og bauðs til að slátt loðinn blettinn hennar.
„Hún tók þessu boði mínu og var síðan í skýjunum með útkomuna,“ sagði sláttumaðurinn ungi sem hefur verið með um fjörutíu bletti á sínum snærum í sumar.
Tómas gerði skemmtilegt myndskeið af slættinu sem sjá má hér í fréttinni.