Gamall Íslandsvinur á Keflavíkurflugvelli - video
Gamall Íslandsvinur hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar Douglas DC-8 frá Air Transport International kom til landsins. Vélin er sömu tegundar og farþegaþotur Loftleiða sem teknar voru í notkun árið 1970 og gátu flutt 249 farþega yfir Atlantsála.
Vélin sem var hér í gærkvöldi var hins vegar að flytja varning frá Bandaríkjunum og átti að lenda á flugvellinum í Thule í Grænlandi. Þar gat vélin hins vegar ekki lent og var því snúið til Keflavíkurflugvallar.
Flugvöllurinn í Thule er nyrsti flugvöllur bandaríska flughersins, 1207 km. fyrir norðan heimsskautsbaug og 1524 km. frá Norðurpólnum.