Gálan í stofunni hjá mömmu
– Sjáið og heyrið lagið „Ég ætla að gera það sem ég vil“
Júlíus Guðmundsson hélt tvenna tónleika sl. fimmtudagskvöldið á efri hæðinni á Skólavegi 12 undir yfirskriftinni „Í stofunni hjá mömmu“. Þar lék hann lög frá ferli sínum sem listamaðurinn Gálan og einnig lög af hljómsveitarferlinum með Pandoru og Deep Jimi and the Zep Creams.
Júlíus hafði landslið rokktónlistarmanna sér við hlið á stofutónleikunum en með honum léku þeir Guðni Finnsson á bassa, Birkir Rafn Gíslason á gítar og Arnar Gíslason á trommur.
Í meðfylgjandi myndskeiði er fyrsta lag tónleikanna, sem heitir „Ég ætla að gera það sem ég vil“.