Fyrsti þátturinn af Suður með sjó er hér!
Keflvíkingurinn Júlíus Gísli Friðriksson, prófessor við háskólann í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, í áhugaverðu viðtali
Keflvíkingurinn Júlíus Gísli Friðriksson, prófessor við háskólann í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefur stýrt rannsóknum á bata og endurhæfingu eftir heilablóðfall en niðurstaða úr nýlegri rannsókn á vegum Júlíusar, sem birtist í hina virta læknariti New England journal of medicine, segir að fjórði hver einstaklingur sem nær fullorðinsaldri fái heilablóðfall.
Júlíus er í viðtali í nýjum sjónvarpsþáttum Víkurfrétta sem heita Suður með sjó en fyrsti þátturinn er sýndur á Hringbraut og vf.is kl. 20.30 á sunnudagskvöldið 28. apríl.