Fimmtudagur 20. ágúst 2015 kl. 15:55

Fyrsti þáttur eftir sumarfrí - Horfðu hér í HD!

- Sjónvarp Víkurfrétta hefur göngu sína að nýju

Sjónvarp Víkurfrétta er komið úr sumarfríi en fyrsti þátturinn eftir frí verður á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. Að þessu sinni eru viðfangsefni þáttarins fimm talsins og farið um víðan völl á Suðurnesjum.

Það er spriklandi ferskur túnfiskur í Grindavík fyrri hluta þáttarins en lyktin verður kæst þegar líður á þáttinn því við förum í skötuveislu í Garðinum.

Í seinni hluta þáttarins kynnum við okkur líkamsfrelsi en Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, skoðum Senegalflúru á Reykjanesi og förum í Vogana þar sem haldin var bæjarhátíð með áherslu á fjölskylduna í Vogum.