Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 16. apríl 2020 kl. 20:25

Fyrsta Marriott-hótelið á Íslandi í Suðurnesjamagasíni

„Þetta er búið að vera mikið ævintýri og skemmtilegt verkefni. Við erum hér með tilbúið 150 herbergja flugvallarhótel með veitingastað og bar og hlökkum til að taka á móti gestum á fyrsta Marriott-hótelinu á Íslandi,“ segir Ingvar Eyfjörð sem fer fyrir fasteignaþróunarverkefninu Aðaltorgi ehf. í Reykjanesbæ.

Nýja hótelið er viðfangsefni Suðurnesjamagaíns í þessari viku. Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.

Þátturinn er einnig aðgengilegur í nýjustu rafrænu útgáfu Víkurfrétta. Þar er einnig hægt að horfa á viðtöl og annað efni í lifandi blaði.