Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 11:30

Fyrsta lag Fríðu Dísar af væntanlegri plötu - video

Tónlistarkonan og Sandgerðingurinn Fríða Dís Guðmundsdóttir vinnur nú hörðum höndum að upptöku nýrrar plötu með Smára Guðmundssyni bróður sínum í Stúdíó Smástirni í Suðurnesjabæ. Fyrsta lagið af væntanlegri plötu sem Fríða setur út í loftið er „Don’t Say“. Meðfylgjandi myndband er af lifandi flutningi lagsins í Stúdíói Bambus fyrir skemmstu þar sem hún fékk nokkra valinkunna tónlistarmenn með sér í undirleik.  

Lag, texti, söngur og bassi: Fríða Dís Guðmundsdóttir

Upptaka, söngur og píanó: Stefán Örn Gunnlaugsson

Gítar: Smári Guðmundsson

Kassagítar: Björgvin Ívar Baldursson

Trommur: Halldór Lárusson

Kvikmyndataka og eftirvinnsla: Ásta Jónína Arnardóttir

Klipping: Ásta Jónína, Fríða Dís og Stefán Örn

Hljóðblöndun: Fríða Dís og Stefán Örn

Hljóðjöfnun: Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Mastering