Fyrsta konan í húsasmíði hjá Húsagerðinni í tæpa hálfa öld
Nú ris nýtt háhýsi byggingafyrirtækisins Húsagerðarinnar við höfnina í Keflavík. Á meðal þrettán starfsmanna fyrirtækisins er ein kona, sú fyrsta sem starfar sem smiður hjá fyrirtækinu í tæp 50 ár. Hún heitir Helena Bergsveinsdóttir og er alin upp í Hafnarfirði en dvaldi um tíma í Noregi þangað til leið hennar lá í húsasmíðanám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við hittum hana við vinnu í háhýsi Húsagerðarinnar og ræddum við hana um smíðavinnuna.