Fyrsta hráefnið fyrir kísilvinnslu í Helguvík komið
Fyrsti farmurinn af hráefni fyrir nýtt kísilver United Silicon í Helguvík kom til hafnar í vikunni sem leið. Um var að ræða tæplega sex þúsund tonn af kvars sem er steintegund og meðal grunnefna sem notuð eru við kísilvinnsluna.
Í næsta mánuði munu sendingar af öðrum hráefnum berast og í lok júní er gert ráð fyrir að prófanir á kísilverinu hefjist.
Farminum var skipað upp í höfninni í Helguvík og uppskipunin markar tímamót þar sem um er að ræða fyrsta hráefnið fyrir iðnaðarframleiðslu í Helguvík.
Fyrirhuguð starfsemi United Silicon er þegar farin að hafa áhrif fyrir hafnarsjóð Reykjaneshafnar.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóra Reykjaneshafnar í Helguvík. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.