Fyrsta breiðskífa Of Monsters And Men er komin á Tónlist.is
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er komin á Tónlist.is. Platan ber heitið My Head Is An Animal og inniheldur 12 lög, þar á meðal lagið Little Talks en það hefur verið eitt vinsælasta lagið á landinu síðustu vikur og situr nú sem fyrr í 1. sæti Lagalistans. Hljómsveitin sigraði Músíktilraunir 2010 og hefur síðan þá verið mjög lífleg og spilað á fjöldan allan af tónleikum. Hljómsveitin efnir útgáfutónleika í Gamla Bíó þann 6. október nk. en miðasala er hafin á Miði.is
Of Monsters and Men eru:
Arnar Rósenkranz Hilmarsson - trommur og slagverk
Árni Guðjónsson - Harmonikka og hljómborð
Brynjar Leifsson - Rafgítar
Kristján Páll Kristjánsson - Bassi
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir - Söngur og kassagítar
Ragnar Þórhallsson - Söngur og kassagítar
Áætlaður útgáfur á plötunni er 20. september.