Fyrirliði Keflavíkur: Gaman að fara heim með stigin þrjú
Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur sagðist vera gríðarlega sáttur eftir leikinn við Grindavík í kvöld og sigur Keflavíkur hafi verið mikill vinnusigur. Hann sagði mikið rok hafa einkennt leikinn sem erfitt var að eiga við. Það hafi hins vegar verið gaman að fara heim með þrjú stig eftir leikinn. Viðtal við Harald er í meðfylgjandi myndskeiði frá Sjónvarpi Víkurfrétta.