Fyrirbyggja brautarátroðning með nýjum ljósum á Keflavíkurflugvelli
Ný stöðvunarljós, svokallaðar stöðvunarslár voru teknar í notkun á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Stöðvunarslárnar eru staðsettar á akbraut við flugbrautir á Keflavíkurflugvelli. Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja brautarátroðning en þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki á flugvallarsvæðinu.
Hilmar Bragi fór og kynnti sér ljósadýrðina á Keflavíkurflugvelli. Horfa má á innslagið í spilaranum hér að ofan.