Laugardagur 10. október 2015 kl. 09:24

Fylla Reykjanesbæ af syngjandi körlum

– Kötlumót karlakóra haldið í Reykjanesbæ næstu helgi

Svokallað Kötlumót 2015 fer fram í Reykjanesbæ um næstu helgi. Um sexhundruð karlar munu þenja raddirnar í bítlabænum þennan dag. Katla er samband sunnlenskra karlakóra og nær sambandið austan frá Höfn í Hornafirði, vestur um Suðurland og höfuðborgarsvæðið, að Snæfellsnesi.

Í sambandinu eru nú 18 karlakórar og munu 15 þeirra taka þátt í Kötlumótinu sem haldið er á fimm ára fresti. Karlakór Keflavíkur heldur mótið að þessu sinni, dyggilega studdir af Söngsveitinni Víkingunum.

Nánar má lesa um Kötlumótið hér en í innslaginu hér að neðan er rætt við þá Þorvarð Guðmundsson og Guðjón Kristjánsson frá Karlakór Keflavíkur um mótið. Innslagið var í Sjónvarpi Víkurfrétta sl. fimmtudagskvöld.